Fyrirsagnalisti

Óravíddir - ljósmyndasamkeppni 21.8.2019 - 24.8.2019 Safnahúsið við Hverfisgötu

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum efnir til laufléttrar ljósmyndasamkeppni í tilefni af Menningarnótt 2019.
Keppt er í þremur flokkum þar sem miserfið ljósmyndamótíf tengd íslenskum orðaforða verða lögð fyrir keppendur.
Öllum er velkomið að taka þátt í keppninni. Verðlaun verða veitt fyrir hvern flokk: bækur og árskort í Þjóðminjasafn Íslands.
Árnastofnun áskilur sér rétt til að birta ljósmyndirnar, sem berast í keppnina, á vefsíðum sínum og samfélagsmiðlum.
Keppnin hefst síðdegis þriðjudaginn 21. ágúst og lýkur á miðnætti 25. ágúst 2019. 

Lesa meira
 

Menningarnótt 2019 24.8.2019 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira
 

Menningarnótt í Safnahúsinu 24.8.2019 10:00 - 19:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu verður opið frá kl. 10 - 19. Verið öll velkomin.

Lesa meira
 

Fróðildisferðalag í Safnahúsinu 24.8.2019 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur yfir sýningin Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Barnafjölskyldur geta fundið, á ferð sinni um sýninguna, ýmsa staði þar sem má leika, snerta og rannsaka. Þessir staðir eru vaktaðir af Fróðildinu, litilli vængjaðri veru sem hvetur börn til að staldra við. 

Lesa meira
 

Fuglaratleikur - Fuglar inni og úti 24.8.2019 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 24.8.2019 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Ratleikur á Þjóðminjasafni Íslands og Safnahúsinu við Hverfisgötu með viðkomu við Tjörnina.

Lesa meira
 

Listasmiðja - Kynjaskepnur og furðuverur 24.8.2019 14:00 - 16:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu leynast ýmsar kynjaverur og þjóðsagnapersónur sem hafa verið innblástur listafólks í gegnum aldirnar. Í listasmiðjunni skoðum við þessar verur og gerum tilraunir með okkar eigin kynjaskepnusköpun.

Lesa meira
 

Listakonur veita leiðsögn um ljósmyndasýningar sínar 24.8.2019 14:00 - 15:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Myndasal og á Vegg Þjóðminjasafns Íslands standa yfir tvær grípandi ljósmyndasýningar eftir listakonurnar Agnieszka Sosnowska og Yrsu Roca Fannberg. Þær veita leiðsögn um sýningar sínar kl. 14. Yrsa byrjar og svo tekur Agnieszka við. Leiðsögn Yrsu fer fram á íslensku og Agnieszku á ensku. Verið öll velkomin.

Lesa meira
 

Artists give a guided tour of their photo exhibitions 24.8.2019 14:00 - 15:00 The Photo Gallery - National Museum of Iceland Suðurgata 41

The artists Agnieszka Sosnowska and Yrsa Roca Fannberg give a guided tour of their respective exhibitions in the Photo Gallery and Wall at the National Museum of Iceland. The tour starts with Yrsa at 2 pm and Agnieszka follows. Yrsa speaks in Icelandic and Agnieszka in English. All are welcome.

Lesa meira
 

Tálgað í gegnum söguna 24.8.2019 14:30 - 16:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Viltu læra að tálga og lesa í tré? Ólafur Oddsson tálgumeistari kennir öruggu hnífsbrögðin við tálgun og kemur þér af stað með skemmtileg tálgunarverkefni. Tálgukennslan fer fram í trjálundi við Þjóðminjasafnið og hefst kl.14:30.

Lesa meira
 

Örleiðsögn um útskurð og tálgun 24.8.2019 14:30 - 16:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tengslum við tálgunámskeið fyrir börn á menningarnótt býður Þjóðminjasafnið börnum og fjölskyldum örleiðsögn um tálgaða og útskorna gripi á sýningum safnsins. 

Lesa meira