Fyrirlestrar

Samskipti á samfélagsmiðlum: Íslensk tunga og tjákn

  • 16.11.2021 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 12 flytur Dr. Arnar Eggert Thoroddsen, félagsfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á YouTube rás safnsins.

Dr. Arnar Eggert Thoroddsen, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, félagsfræðingur og áhugamaður um íslenskt mál rekur ýmsar áskoranir sem íslenskumælandi fólk og aðrir standa frammi fyrir á öld samfélagsmiðla. Hann rýnir m.a. í breytta samskiptahætti kynslóðanna og tengir þá þróun í notkun íslensku annars vegar og innreið tjáknanotkunar hins vegar.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Fyrirlesturinn er fimmti í röð hádegisfyrirlestra safnsins.

Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Grímuskylda er á safninu. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2006 og síðar. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar.

Verið öll velkomin.