Fyrirlestrar

Matur er mannsins megin. Matarmenning í þjóðháttasafni.

Þriðjudaginn 18. janúar kl. 12 mun Helga Vollertsen sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands fjalla um íslenska matarmenningu út frá þeim aragrúa upplýsinga sem þjóðháttasafnið varðveitir. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal safnsins og í beinu streymi á YouTube rás safnsins.

Allt frá árinu 1960 hefur Þjóðminjasafn Íslands staðið fyrir söfnun þjóðhátta og þannig skipulega safnað heimildum um lífshætti á Íslandi með því að semja spurningaskrár og safna svörum almennings. Nýverið sendi safnið út spurningaskrá um sjálfbært, heilsusamlegt mataræði, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þjóðháttasafnið leitast við að safna upplýsingum um mataræði Íslendinga.

Í erindinu mun Helga veita innsýn í þann mikla upplýsingaauð sem þjóðháttasafnið er þegar kemur að söfnun heimilda um líf og störf Íslendinga, með sérstaka áherslu á matarmenningu eins og hún birtist í þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Verið öll velkomin.