Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns: mars 2022

Fyrirsagnalisti

Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki

Í tilefni af ljósmyndasýningunni Straumnes sem sýnir leifar ratsjárstöðvar bandaríska hersins verður Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu 1. apríl næstkomandi. Fyrirlesturinn fjallar um öryggismál Íslands í sögu og samtíma og heitir Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki. Fyrirlestrinum verður einnig í streymi hér á YouTube rás safnsins.

Lesa meira