Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Viðburðir - Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Fyrirlestrar: Tíska og textíll á víkingaöld

Charlotte Rimstad, Ulla Mannering og Eva Andersson Strand, sérfræðingar í víkingaaldar klæðum flytja erindi í fyrirlestrasal safnsins þriðjudaginn 5. apríl kl. 12 - 14. Fyrirlestrarnir eru í samstarfi fyrirlesaranna, Þjóðminjasafn Danmerkur, Kaupmannahafnarháskóla og Þjóðminjasafn Íslands. Fyrirlestrinum verður streymt af YouTube rás safnsins. Fyrirlesturinn er á ensku (english version here).

Rúmföt í skandinavískum víkingaaldar kumlum

Charlotte Rimstad segir frá nýjustu greiningum á húsgagnatextílnum sem fundist hafa í Bjerringhøj og Hvilehøj kumlunum sem nú er verið að rannsaka, í tengslum við verkefnið Fashioning the Viking Age á Þjóðminjasafni Danmerkur. 

Fornleifauppgröftur nokkurra grafa frá víkingaöld í Skandinavíu hafa leitt í ljós töluverðar leifar af púðum og dýnum. Sérstaklega í hinu ríkulega karlkumli í Bjerringhøj í Danmörku en þar fundust bæði nánast fullkomlega varðveittur blár púði og þykk lög af fjöðrum, sem líklega hafa verið í dýnu. Svipuð lög af fjöðrum hafa verið skráð í nokkrum ríkulegum kvenkumlum, t.d. í Hvilehøj í Danmörku og Oseberg í Noregi. Úr hvers konar grafarmublum koma þær? Af hvaða fuglum koma fjaðrirnar? Var litið á dauðann sem hinn eilífa svefn og getur grafarinnréttingin sagt okkur eitthvað um notkun dýna og púða fyrir þá sem lifa?  
Sjá nánar hér.  

 

Tíska víkingaaldar

 Ulla Mannering kynnir verkefnið Fashioning the Viking Age og segir frá fyrstu niðurstöðum þess. 

Verkefnið er unnið í samstarfi Þjóðminjasafns Danmerkur, Miðstöð textílrannsókna við Kaupmannahafnarháskóla og Sagnalandsins í Lejre. Það er styrkt af VELUX FOUNDATIONS og hefur staðið frá árinu 2018. Markmið verkefnisins er að nota fornleifafræði til að rökstyðja túlkun og endurgerð á vefnaðarvöru og fatnaði frá víkingaöld sem hægt er að nota meðal annars í sýningar, kennslu og kynningu um fjölbreytt líf á víkingaöld. Verkefnið skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta lagi voru ólík verkfæri og textílar endurgerð út frá fornleifafundum. Útkoman er textíl- og verkfærakista, sem veitir hagnýta innsýn inn í textílframleiðslu víkingatímans. Í öðrum lagi voru föt karls og konu endurgerð út frá fornleifafundum frá Bjerringhøj og Hvilehøj í Danmörku (900 e.Kr.). Hægt er að nota endurgerðina til sýninga og kynninga. Í þriðja hluta er búið til yfirlit yfir margar mismunandi fornleifar, bæði táknrænar og ritaðar heimildir tengdar skandinavískri fatahönnun. Afrakstur úr þessum hluta er aðgengileg safnskrá á netinu sem er hugsuð sem vettvangur fyrir framtíðartúlkun og endurgerð víkingaaldarfatnaðar. Sjá nánar hér.

 

Frá þræði til að segla

Eva Andersson Strand segir frá mismunandi skrefum í framleiðslu vefnaðar, frá þræði til segldúks. Hún segir frá hvernig framleiðslan gæti hafa verið skipulögð og samþætt samfélaginu og hvers vegna þessar upplýsingar geta skilað nýjum sjónarhornum á víkingaaldarsamfélagið. Framleiðsla á klæðum fyrir segl hafði áhrif á allt samfélagið en gnægð þurfti af hráefni, tækni, færni, handverksfólki og tíma til að geta framleitt segl. Sjá nánar hér.Vefnaður og textílframleiðsla þarf flókið samspil auðlinda og samfélags. Þetta samspil sýnir bæði þarfir og löngun samfélagsins í heild og einstaklinganna og gildir jafnt um alla vefnaðarvöru, allt frá fatnaði til segla og tjalda. 

 

 

 

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Menningarnótt
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • COVID-19
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica