Málþing: Óáþreifanlegur menningararfur á Íslandi
Málþing í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 13. apríl kl. 14-16.
Hvað eiga sundlaugamenning, laufabrauð og bátasmíði sameiginlegt? Eru þetta lifandi hefðir og eiga þær erindi til UNESCO? Hvernig og hvers vegna varðveitum við lifandi menningararfleifð, þjóðhætti eða óáþreifanlegan menningararf?
Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum bjóða til málþings um óáþreifanlegan menningararf á Íslandi. Mikill áhugi hefur verið hjá safnafólki og öðru fagfólki að veita óáþreifanlegum menningararfi meiri athygli og er tilgangur fundarins að vekja athygli á málaflokknum og efna til samráðsvettvangs. Á málþinginu verða fjölbreytt erindi þar sem stofnanir, söfn og félagasamtök segja frá áhugaverðum verkefnum og vinnu við málaflokkinn.
Málþingið er öllum opið og verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, fimmtudaginn 13. apríl frá kl. 14-16. Í lok fundar verða umræður og umræðuvettvangur um óáþreifanlegan menningararf kynntur. Að málþinginu loknu býður Þjóðminjasafnið upp á kaffi og kleinur.
Dagskrá
Þjóðminjavörður Harpa Þórsdóttir býður fólk velkomið og setur málþingið.
Óáþreifanlegur menningararfur og lifandi hefðir á Íslandi.
Vilhelmína Jónsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Handverk við smíði súðbyrtra báta á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns
Sigurbjörg Árnadóttir, Vitafélagið – íslensk strandmenning
Spunahjól lifandi hefða og LIVIND verkefnið
Elfa Hlín Sigrúnar-Pálsdóttir, Tækniminjasafn Austurlands
Varðveisla húsa og handverksþekkingar
Þór Hjaltalín, Minjastofnun
Þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafnsins
Helga Vollertsen, Þjóðminjasafn Íslands
Umræður og kynning á umræðuvettvangi
Vilhelmína Jónsdóttir og Helga Vollertsen
Kaffi og kleinur
Málþingið verður einnig í beinu streymi á Youtube-rás Þjóðminjasafns Íslands og má fylgjast með því hér:
https://www.youtube.com/watch?v=OxFfGHgn0pE
Myndir: Þorsteinn Jósepsson.