Rare diseases in Iceland from past to present: an anthropological perspective
Þriðjudaginn 26. nóvember flytur Joe Walsher III mannabeinafræðingur og sérfræðingur í Þjóðminjasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn er á ensku. On Tuesday, November 26, Joe Walsher III, a human osteologist and specialist at the National Museum of Iceland, will give a lecture at the Museum. The lecture is in English.
Fyrirlesturinn fjallar um nokkrar athuganir á mannabeinum í vörslu Þjóðminjasafnsins þar sem greina má einkenni sjaldgæfra sjúkdóma. Beinin eru frá ólíkum tímum Íslandssögunnar. Rætt verður um þau áhrif sem sjúkdómarnir höfðu á líf einstaklinganna og samfélaganna sem þeir tilheyrðu. Íhugað verður hvaða máli það skiptir fyrir núlifandi Íslendinga að sjaldgæfir sjúkdómar fyrr á öldum séu rannsakaðir. Á fyrirlestrinum verður varpað upp ljósmyndum sem sýna líkamleg sjúkdómseinkenni og mannabein, sem sumum kann að þykja stuðandi.
The lecture will present several archaeological case studies of rare pathological conditions from throughout Icelandic history. It will discuss the impact of these conditions on people and their communities in the past as well as make considerations about the relevance of examining rare diseases in the past to people living in present day Iceland. The presentation will include images of modern clinical pathologies and human skeletal remains that may be uncomfortable for some viewers.