Fyrirlestrar

Fyrirlestur: Hvernig hefur Safnastefna á sviði menningarminja nýst söfnum í landinu?

Safnastefna á sviði menningarminja var gefin út árið 2017 af Þjóðminjasafni Íslands. Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós fyrir starfsemi menningarminjasafna í landinu og stuðla að fagmennsku og framgangi safnastarfs.

Nýlega var gerð rannsókn þar sem leitast var við að svara spurningunni „Hvernig hefur Safnastefna á sviði menningarminja nýst söfnum í landinu?“ Eva Kristín Dal, verkefnastjóri sýninga í Þjóðminjasafni fjallar um niðurstöður rannsóknarinnar í hádegisfyrirlestri þriðjudaginn 18. maí kl. 12, á alþjóðlega safnadeginum.

Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sæti í síma 530 2202 eða í gegnum netfangið bokun@thjodminjasafn.is. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á YouTube rás safnsins.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Verið öll velkomin.