Fyrirlestrar
  • Keldur

Fyrirlestur: Húsin í húsasafni Þjóðminjasafnsins

Guðmundur Lúther Hafsteinsson sviðsstjóri húsasafns flytur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12. 

Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands veitir innsýn í húsakost þjóðarinnar á seinni öldum og þróun húsagerðar á Íslandi. Húsasafnið er kjarni safnkosts Þjóðminjasafns Íslands á landsbyggðinni. Meðal húsa Þjóðminjasafnsins eru allir stærstu og merkustu torfbæir landsins og allar þær torfkirkjur sem eru í upprunalegri gerð. Í Húsasafninu er stærsta safn torfhúsa sem til er. 

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Til þess að hægt sé að halda nándarmörkum verður takmarkað sætaframboð í salnum. Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnareglur sem eru í gildi.

Fyrirlesturinn er tekinn upp og verður birtur á Youtube rás Þjóðminjasafnsins.