Fyrirlestrar

Klausturjurtir í lækningarritum miðalda

  • 19.3.2019 12:00 - 12:45 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 19. mars kl. 12 flytur Hildur Hauksdóttir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið Klausturjurtir í lækningaritum miðalda.

Hildur Hauksd­­­óttir sem ræktar klausturjurtir í jurtagarðinum við Domkirkeodden í Hamar í Noregi talar um norræn miðaldahandrit og gróður við íslensk miðaldaklaustur. Hún veltir upp spurningum eins og hvaða lækningajurtir voru ræktaðar við miðaldaklaustrin og eru til einhverjar heimildir um notkun þeirra? Hvernig gætu jurtirnar hafa verið notaðar? Hvað segja miðaldarhandrit okkur um kenningar fólks um sjúkdóma og heilbrigði og hvaðan koma kenningarnar?

Hildur Hauksdóttir er garðyrkjufræðingur sem lokið hefur framhaldsnámi í sögulegri garðrækt. Hún hefur haft umsjón með jurtagarðinum á safninu Domkirkeodden síðan 2015 og þar á undan vann hún í grasagarðinum í Ósló.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og er öllum opinn. Verið öll velkomin.