Fyrirlestrar

Stagbætt, spengt og stoppað í göt

Þriðjudaginn 21. september kl. 12 fjallar Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari Þjóðminjasafnsins um gripi úr eigu safnins sem auðsjáanlega eru bættir og viðgerðir. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á YouTube.

Að ganga í bættum fötum eða að nýta hluti lengur en í skamma stund telst í dag vera ákveðinn lífstíll en var áður gert af nauðsyn. Nú hafa orðið til hugtök eins og „slow living“ og „visible mending“ ásamt fleirum um það sem áður tengdist fátækt en er í dag partur af því að lifa grænum lífstíl. Eftir fyrirlesturinn verður gengið um grunnsýninguna Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár og litast um eftir viðgerðum gripum.

Fyrirlesturinn er annar í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins haustið 2021.

Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sæti í síma 530 2202 eða í gegnum netfangið bokun@thjodminjasafn.is. Nauðsynlegt er að gefa upp nafn, kennitölu og símanúmer.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Verið öll velkomin.