Rammir víkingaleikar og handverk með Rimmugýgi

Víkingafélagið Rimmugýgur slær upp tjaldbúðum og efnir til leiks við Þjóðminjasafn Íslands á menningarnótt. Sjá má leikjasýningar með leikjameisturum og hin huguðustu úr hópi gesta mega jafnvel taka þátt. Meðal leikja er knattleikur sem stendur jafnan í 30 – 60 mínútur. Auk hópleikja, aflrauna og snerpuleikja má kasta öxum og skjóta af boga á skotmark. Í tjöldum iðkar handverksfólk iðn sína með aðferðum víkingaaldar og hægt er að kaupa gripi beint af þeim og jafnvel fá smá kennslu í handverki. Lifandi eldur er í eldskálum. Viðburðurinn er á dagskrá frá kl. 11 - 17.

Í einu tjaldanna býður safnfræðsla Þjóðminjasafnsins börnum á aldrinum 8 – 12 ára að klæðast búningum í anda víkingaaldar. Rimmugýgur fyllir upp í með vopnum og verjum.

Aðgangur er ókeypis á Menningarnótt. Verið öll velkomin. 


Menningarnótt