Fornleifafræðingar spjalla - Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit

Ármann Guðmundsson og Hrönn Konráðsdóttir fornleifafræðingar hjá Þjóðminjasafni Íslands tala við gesti um fornleifauppgröft sem staðið hefur á Hofstöðum í áraraðir.  

Hvað fannst á Hofstöðum? Var hof á Hofstöðum? Hverskonar rannsóknir fóru fram á Hofstöðum? Hvað höfum við lært?

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld. Þar er meðal annars gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Mörg hundruð manns hafa komið að rannsóknum á Hofstöðum og víðar í Mývatnssveit. Afraksturinn er afar mikill fróðleikur og kynnir sýningin hið margþætta ferli sem fornleifarannsókn er. Sýningin er samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands ses. og Þjóðminjasafns Íslands.

Aðgangur ókeypis. Verið öll velkomin.


Menningarnótt