Sumardagskrá

Kynnumst Þjóðminjasafninu

Hvernig fæ ég sem mest út úr heimsókninni? Í sumar bjóðum við uppá stutta kynningu á safninu til að auðvelda gestum okkar að ganga í gegnum sýningarnar á eigin vegum. Hægt er að óska eftir kynningu hvenær sem er í afgreiðslu safnsins. Kynningin tekur u.þ.b. 10 mínútur.

Safnkostur Þjóðminjasafnsins er gestum til fróðleiks, skemmtunar og örvunar. Heimsókn í Þjóðminjasafnið er því skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Grunnsýning safnsins er skemmtilegt og umfangsmikið ferðalag um sögu íslensku þjóðarinnar, en henni til viðbótar eru aðrar tímabundnar sérsýningar. Það er alltaf eitthvað áhugavert að sjá og læra í safninu fyrir fólk á öllum aldri.

Við bjóðum gestum okkar margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og íslenska sögu. Hægt er að ganga um safnið án fylgdar, en einnig er hægt að fá leiðsögn hjá sérfróðu starfsfólki. Venjulega er tekið gjald fyrir slíka leiðsögn, en vegna sérstakra aðstæðna hefur verið ákveðið að bjóða þessa leiðsögn án endurgjalds í sumar. Upplýsingar um hverja leiðsögn má finna hér.

Börn og fjölskyldur eru sérstaklega boðin velkomin á safnið í sumar með fjölbreyttri dagskrá undir handleiðslu safnkennara. 

Aðgangsmiði í Þjóðminjasafnið gildir sem árskort í safnið og kostar aðeins 2.000 krónur. Árskortið veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins í Þjóðminjasaninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu. Það er því nægur tími til að heimsækja safnið hvenær sem hugurinn girnist. Svo er aðgangsmiðinn alltaf ókeypis fyrir þá sem eru 17 ára og yngri.

Verið velkomin samferða í sumar.


Ímyndun eða veruleiki? Þjóðsögur, kynjaskepnur og goðsögur. 17 jan. 2021 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á sýningunni Sjónarhornum í Safnahúsinu er saman kominn ótrúlegur fjársjóður merkilegra teikninga, listaverka, náttúrugripa, handrita, forngripa, ljósmynda og korta frá sex aðal söfnunum í höfuðborginni. Sunnudaginn 17. janúar þræðum við saman hluta sýningarinnar og kynnumst sögunum á bak við það sem fyrir augu ber. Safnkennari Þjóðminjasafns Íslands tekur vel á móti ykkur. Leiðsögnin er hugsuð fyrir fróðleiksfús börn í fylgd með fullorðnum.

Lesa meira