Eldgosasmiðja

Í Stofu verður hægt að föndra eigið eldfjall. Þar fær sköpunarkrafturinn heldur betur lausan tauminn enda geta eldfjöll hagað sér alls konar eins og við íbúar Íslands höfum fengið að fylgjast með undanfarna mánuði. Á staðnum verður dökkur pappír sem er fyrir eldfjallið sjálft og bjartir litir úr ýmsu hráefni fyrir glóandi hraun.

Föndraðu þitt eigið gjósandi eldfjall í eldgosasmiðju. Smiðjurnar eru fyrir gesti á eigin vegum og í boði alla daga vikunnar á meðan á vetrarleyfi grunnskólanna stendur.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafnið er opið alla daga frá kl. 10 - 17 nema mánudaga.

Verið öll velkomin. Góða skemmtun

20210624_141207