Silhouettustöð

Á sýningunni Mannamyndasafnið er silhouettustöð. Tvö saman vinna myndina með því að festa svartan pappír á vegg. Annað sest í stól þannig að hliðin snúi að veggnum og hitt lætur lampa lýsa á andlitið þannig að skuggi varpist á blaðið. Teiknið útlínur með blýanti eða lit, klippið út og límið á hvítt karton.

Í Ljósmyndasafni Íslands er safnheild sem ber heitið Mannamyndasafn. Í henni er að finna ólíkar gerðir mynda, þar á meðal málverk, ljósmyndir, útsaumsverk og höggmyndir. Breiddin er mikil, frá því að vera skyndimyndir yfir í að vera ómetanleg listaverk. Þær eiga það sameiginlegt að sýna fólk.

Á sýningunni er safnkostinum gerð skil í gegnum 34 þemu sem ná ýmist yfir myndefni eða gerð mynda. Þar má til dæmis skoða elstu mannamyndina sem þekkt er á Íslandi, ljósmyndir af þátttakendum í fyrstu íslensku fegurðarsamkeppninni og myndir af ýmsum hópum, gömlum og nýjum.

Mannamyndasafnið var stofnað árið 1908 og var tilgangur þess að safna myndum af öllum Íslendingum. Í því eru yfir 60.000 myndir sem ná yfir 400 ár. 

Verið velkomin í Þjóðminjasafnið í haust, að gera ykkar eigin silhouettumyndir og fræðast um mannamyndir í leiðinni! Góða skemmtun!


Eldgosasmiðja 14.10.2021 - 26.10.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í Stofu verður hægt að föndra eigið eldfjall. Þar fær sköpunarkrafturinn heldur betur lausan tauminn enda geta eldfjöll hagað sér alls konar eins og við íbúar Íslands höfum fengið að fylgjast með undanfarna mánuði. Á staðnum verður dökkur pappír sem er fyrir eldfjallið sjálft og bjartir litir úr ýmsu hráefni fyrir glóandi hraun.

Lesa meira
 

Ferðataska með snertingu, tón, lykt og lit 14.10.2021 - 26.10.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hvernig líður tíminn á Þjóðminjasafni? Hvaða tón er þar að finna? Og hvaða lykt? Hvernig er að skoða umhverfið í gegnum litað spjald? Í Þessari skemmtigöngu verður notast við ferðatösku með ýmsum munum sem virkja skilningarvitin á leiðinni í gegnum safnið. 

Lesa meira
 

Silhouettustöð 14.10.2021 - 26.10.2021 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Mannamyndasafnið er silhouettustöð. Tvö saman vinna myndina með því að festa svartan pappír á vegg. Annað sest í stól þannig að hliðin snúi að veggnum og hitt lætur lampa lýsa á andlitið þannig að skuggi varpist á blaðið. Teiknið útlínur með blýanti eða lit, klippið út og límið á hvítt karton.

Lesa meira