Viðburðir framundan

Náttúran og sjónarhornin

  • 16.9.2018, 14:00 - 15:00, Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 16. september klukkan 14 mun Viðar Hreinsson bókmennta- og náttúrusögurýnir á Náttúruminjasafni Íslands ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og spá í náttúruna, listina og vísindin og samspilið þar á milli, með áherslu á Jón lærða Guðmundsson.

Sýningin er af mjög fjölbreyttum toga og að henni standa Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðskjalasafn Íslands.  

Leiðsögnin er ókeypis. Verið öll velkomin.