Viðburðir framundan

Leiðsögn: Lilja Árnadóttir, sviðstjóri munasafns

  • 14.4.2019, 14:00 - 14:45, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þann 14. apríl kl. 14 mun Lilja Árnadóttir sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins leiða gesti um sýninguna Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal.

Á henni eru ljósmyndir Matthíasar Þórðarsonar fyrrum þjóðminjavarðar, vatnslitamyndir eftir Jón Helgason biskup og Þór Magnússon fyrrum þjóðminjavörð. Sýningin er liður í veglegri dagskrá 100 ára afmælis fullveldis Íslands og Evrópska menningararfsársins 2018 þegar út komu seinustu bindin í bókaflokknum Kirkjur Íslands sem telja 31 bók. Umfjöllunarefni sýningarinnar eru guðshús en viðamikil umfjöllun er um allar friðaðar kirkjur á landinu út frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Lilja skrifaði nokkra kafla um gripi og áhöld fyrir ritröðina. Hún mun segja frá störfum frumkvöðlanna í kirkjurannsóknum og að kynna bókaflokkinn.

  

Sýningin var opnuð í nóvember 2018 og stendur til  21. apríl 2019.

Leiðsögnin fer fram á íslensku og er öllum opin. Verið öll velkomin.