Viðburðir framundan

Listasmiðja fyrir börn – leikur með samhverfur

  • 17.11.2019, 14:00 - 16:00, Safnahúsið við Hverfisgötu

Á sunnudaginn þann 17. nóvember er fjölskyldum boðið að koma og taka þátt í skapandi smiðju í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Í smiðjunni sem Unnur Mjöll S. Leifsdóttir myndlistarkona leiðir, ætlum við að skoða hugtakið samhverfa og gera tilraunir í myndmáli með hugtakið að leiðarljósi.

Samhverfa er þekkt fyrirbæri á ýmsum sviðum, þá sérstaklega á sviði lista og vísinda. Þátttakendur smiðjunnar fá tækifæri til að búa til sína eigin samhverfu með margvíslegu efni sem er á staðnum. Hægt er að skapa mynstur bæði með málningu og litum, eða að klippa út, en umfram allt að leyfa sköpunargleðinni að ráða för. Aðgangur í safnið gildir. Frítt fyrir börn 17 ára og yngri.