Viðburðir framundan

Áttu forngrip í fórum þínum?

  • 3.11.2019, 14:00 - 16:00, Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þjóðminjasafns Íslands býður upp á greiningu á gömlum gripum sunnudaginn 3. nóvember. Í þetta sinn verður áherslan lögð á gripi sem fundist hafa í jörðu eða á yfirborði jarðar.

Heima hjá fólki eru víða fornir eða gamlir gripir sem fundist hafa á víðavangi og finnendum leikur forvitni á að vita meira um. Sérfræðingar Þjóðminjasafnsins taka á móti gestum og greina gripi út frá aldri, efni, uppruna, o.s.frv. Starfsmenn safnsins meta ekki verðgildi gripa. Eigendur taka gripina með sér aftur heim að lokinni skoðun. Greiningin er ókeypis og fer fram í fyrirlestrasal safnsins á 1. hæð. Fólk er beðið að taka númer við komu í salinn. Greiningin fer fram milli kl. 14 og 16.