Viðburðir framundan

Útgáfuhóf og leiðsögn: Í Ljósmálinu - Gunnar Pétursson

  • 16.2.2020, 14:00 - 15:00, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sunnudaginn 16. febrúar fögnum við útgáfu bókarinnar Í ljósmálinu – Gunnar Pétursson í Myndasal þar sem stendur yfir samnefnd ljósmyndasýning. Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson (1928-2012) átti nokkuð einstakan feril. Hann tók mannlífsmyndir á 6. áratugnum en ferða- og náttúrumyndir eiga hjarta hans síðar á ævinni. Safn ljósmynda Gunnars frá ólíkum tímaskeiðum er að finna í bókinni og sýnir vel hve hugfanginn Gunnar var af hinu óhlutbundna, tilraunakennda og formfagra.

Í bókinni fjallar Steinar Örn Erluson, heimspekingur í ítarlegri grein um myndsýn, verk og stöðu Gunnars í ljósmynda- og menningarlegu umhverfi síns tíma.

Umfangsmikið ljósmyndasafn Gunnars kom í vörslu Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni eftir andlát hans árið 2012. Steinar Örn Erluson vann síðan að rannsókn á verkum og ævistarfi Gunnars á árabilinu 2018-2019 þegar hann sat í rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn Íslands.

Samhliða útgáfu bókar verður Ívar Brynjólfsson sýningarhöfundur Í ljósmálinu með leiðsögn um sýninguna og fjallar um erlend áhrif í ljósmyndum Gunnars Péturssonar.

Viðburðurinn hefst kl. 14.00