Barnaleiðsögn: Bændasamfélag og baðstofulíf 2.2.2020 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Í leiðsögninni fræðumst við um daglegt líf á sveitaheimilum á Íslandi fram á 20. öld. Við skoðum baðstofuna og spjöllum um daglegt líf í torfbænum; húsverk, handavinnu og frístundir, svo sem leiki barna og kvöldvökur. 

 

Safnbúð á Safnanótt 7.2.2020 18:00 - 23:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á Safnanótt er 20% afsláttur af öllum vörum í safnbúðum okkar á Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15. Opið frá kl. 18.00 - 23.00. Afslátturinn gildir einnig í vefverslun okkar.

 

Safnbúð á Safnanótt 7.2.2020 18:00 - 23:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Safnanótt er 20% afsláttur af öllum vörum í safnbúðum okkar á Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15. Opið frá kl. 18.00 - 23.00. Afslátturinn gildir einnig í vefverslun okkar.

 

Safnanótt í Þjóðminjasafni 7.2.2020 18:00 - 23:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Safnanótt er opið í Þjóðminjasafni Íslands frá kl. 18 - 23. Ókeypis aðgangur og spennandi dagskrá.

 

Safnanótt í Safnahúsinu 7.2.2020 18:00 - 23:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á Safnanótt er Safnahúsið opið frá kl. 18 til 23 og aðgangur ókeypis.

 

Nútíminn gerir innrás í grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands 7.2.2020 18:00 - 23:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tilefni Safnanætur gerir nútíminn vart við sig á óvæntan hátt innan um gripi og annað sýningarefni allra tímabila Íslandssögunnar á grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. 

 

Lauflétt leiðsögn um ljósmyndasýninguna Í ljósmálinu 7.2.2020 18:15 - 18:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvernig væri að detta eitt augnablik inn í abstrakt veröld árið 1960 og kynnast framúrstefnulegum ljósmyndum eftir áhugaljósmyndarann Gunnar Pétursson?

 

Glæpur og refsing - lög og regla fyrri alda 7.2.2020 19:00 - 19:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Leiðsögnin beinir sjónum að stjórnarfari á Íslandi frá landnámi og fram á miðja síðustu öld, þegar Íslendingar urðu sjálfstæð þjóð. Leitast er við að tengja söguna við gripi sem sýndir eru á grunnsýningu safnsins og nýta þá til að varpa ljósi á breytingar í stjórnarfari, dómsmálum og refsingum.

 

Samvinnuhugarkort, fjölskyldusmiðja fyrir forvitna 7.2.2020 19:00 - 22:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Leikandi létt smiðja fyrir öll sem búa yfir forvitni og opnum huga: Komdu og vertu með í að búa til áþreifanlegt hugarkort orða og muna, innblásið af yfirstandandi sýningum í Safnahúsinu; Sjónarhornum og Óravíddum – orðaforðinn í nýju ljósi.

 

„Sól tér sortna” – Hungursneyð, drepsóttir og náttúruhamfarir 7.2.2020 20:00 - 20:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í leiðsögninni er vöngum velt yfir uppruna Íslendinga og þeim áhrifum sem verslun og fólksflutningar höfðu á heilsufar og samfélag í gegnum Íslandssöguna. Leitað er fanga í vísindarannsóknum til að varpa ljósi á tengsl heilsu og umhverfis og samband Íslands við umheiminn út frá völdum hlutum grunnsýningar Þjóðminjasafnsins. Leiðsögnin er á ensku.

 

Spekingar spjalla 7.2.2020 20:00 - 21:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sérfræðingar frá söfnum sem eiga verk á sýningunni Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu eru við á sýningunni á milli kl. 20 og 21 og spjalla við gesti um valda sýningarhluta. 

 
safnahús

Leiðsögn um Sjónarhorn 7.2.2020 22:00 - 22:30 Safnahúsið við Hverfisgötu

Leiðsögn á íslensku um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin Sjónarhorn er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil.