Viðburðir framundan

Vetrarhátíð 2021. Steinglersgluggar eftir Nínu Tryggvadóttur

  • 4.2.2021 - 7.2.2021, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þrjú litrík steinglersverk eftir Nínu Tryggvadóttur eru í röð niður eftir þeirri hlið Þjóðminjasafnins sem að Hringbraut snýr. Verkin eru sérstaklega unnin með staðsetninguna og tengingar við íslenska menningarsögu í huga. Gluggarnir eru hluti af heildarmynd safnsins en í tilefni Vetrarhátíðar er athygli vegfarenda vakin á hinum fögru litum og formum verkanna með sérstakri lýsingu.

Nína Tryggvadóttir (1913-1968). Þrír steinglersgluggar gerðir á árunum 1960-1962, minningargjöf um Sigurð Guðmundsson arkitekt og konu hans frú Svanhildi Ólafsdóttur, afhjúpaðir 8. nóvember 1962. Unnir á glerverkstæði Dr. H. Oldtmann í Linnch, Þýskalandi. Sigurður Guðmundsson teiknaði safnhús Þjóðminjasafnsins ásamt samstarfsmanni sínum Eiríki Einarssyni.

Myndefni í réttri röð frá efsta glugga og niður:

Kristnitakan - vakið hugboð um hið andlega líf, trúarlífið

Kvöldvakan - tilbrigði um baðstofulíf sem tákn um þjóðlífið um aldir

Landnámið - víkingaskip á siglingu sem minna á landnám á Íslandi