Jólakattaratleikur; hvar er jólakötturinn? 25 nóv. 2020 - 6 jan. 2021 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólakötturinn hefur sloppið inn á Þjóðminjasafnið og falið sig á tíu stöðum innan um muni sýningarinnar.

 

Opnunartími yfir jól og áramót 24 des. 2020 - 1 jan. 2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Opnunartími í Þjóðminjasafni Íslands og Safnahúsinu við Hverfisgötu um jól og áramót verður sem hér segir:

 

Ímyndun eða veruleiki? Þjóðsögur, kynjaskepnur og goðsögur. 17 jan. 2021 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á sýningunni Sjónarhornum í Safnahúsinu er saman kominn ótrúlegur fjársjóður merkilegra teikninga, listaverka, náttúrugripa, handrita, forngripa, ljósmynda og korta frá sex aðal söfnunum í höfuðborginni. Sunnudaginn 17. janúar þræðum við saman hluta sýningarinnar og kynnumst sögunum á bak við það sem fyrir augu ber. Safnkennari Þjóðminjasafns Íslands tekur vel á móti ykkur. Leiðsögnin er hugsuð fyrir fróðleiksfús börn í fylgd með fullorðnum.

 

Málþing til heiðurs Þóru Kristjánsdóttur, listfræðingi 23 jan. 2021 13:00 - 15:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir málþingi til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur, listfræðingi. Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal safnsins við Suðurgötu á afmælisdegi Þóru laugardaginn 23. janúar klukkan 13:00 – 15:00. Þóra Kristjánsdóttir var valin fyrsti heiðursfélagi Listfræðafélags Íslands árið 2020.