Viðburðir framundan

Listamenn á mála, hver verður fyrir valinu og hvers vegna

  • 24.3.2022, 12:00 - 12:45, Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Í tilefni af Ljósmyndahátíð Íslands flytur Sasha Wolf galleristi erindi í Þjóðminjasafni Íslands. Í fyrirlestrinum miðlar Sasha af sinni reynslu að reka gallerý í New York. Hún mun fjalla um verk nokkurra ólíkra listamanna sem hún hefur valið að vinna með, verkefnin sem listamennirnir eru að vinna að og hvað það er í þeirra verkum sem hafði áhrif á að þeir urðu fyrir valinu. Í fyrirlestrinum talar Sasha Wolf einnig um mismunandi ljósmyndahefðir, bókaútgáfu og nálgun hennar við myndlistaheiminn. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og verður einnig streymt á YouTube rás safnsins. Aðgangur er ókeypis.

Sasha Wolf stýrði ljósmyndagalleríi í New York í 10 ár: The Sasha Wolf Gallery. Eftir það fór hún yfir í Gigg hagkerfið árið 2017. Sasha er fulltrúi 16 ljósmyndara sem vinna að því að koma verkum sínum að á sem flestum stöðum, svo sem í söfnum og listasöfnum háskóla, einka- og fyrirtækjasöfnum og á heimilum. Sasha er ráðgjafi fyrir listamenn um bókaútgáfu, styrkumsóknir og starfsmarkmið. Hún vinnur einnig með stórum hópi listamanna sem rit- og verkefnastjóri sem og við önnur fagleg störf.

Sasha fjallar um og gefur umsögn á störfum hjá leiðandi listastofnunum, háskólum og listakynningum oft á ári og heldur fyrirlestra og listamannasmiðjur um faglega starfshætti og verkefnaþróun.

Sasha gaf út bókina PhotoWork: Forty Photographers on Process and Practice árið 2019 og er hún nú í þriðju prentun. Auk þess hýsir Sasha vinsælt hlaðvarp með sama nafni.

Sasha hefur meðal annars starfað sem rithöfundur, leikstjóri og framleiðandi í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. Hún er margverðlaunuð fyrir stuttmyndir sínar. Síðasta stuttmynd hennar, Joe, var tilnefnd til Gullpálmans í Cannes og hefur hún verið sýnd um allan heim.

Fyrirlesturinn er á vegum Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Ljósmyndahátíð Íslands og verður haldin þann fimmtudaginn 24. mars kl. 12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

English version here.