Viðburðir framundan

Jólatrjáasýning og jólaföndur í Safnahúsinu

  • 1.12.2019, 13:00 - 15:00, Safnahúsið við Hverfisgötu

Við tökum fagnandi á móti aðventunni í Safnahúsinu en sunnudaginn 1. desember opnum við sýningu í gamla lestrarsalnum á jólatrjám úr safneign Þjóðminjasafns Íslands. Kl. 13 til 15 er jóla-listasmiðja fyrir börn og fjölskyldur þar sem við sækjum okkur innblástur í jólatrén á sýningunni.

Aðgöngumiði á safnið gildir og frítt er fyrir börn 17 ára og yngri. Árskort í Þjóðminjasafnið kostar 2000 kr.

Í safnbúðinni fæst margt skemmtilegt í jólapakkann og 1. desember fæst 20% af öllu í safnbúðinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sýning á jólatrjám stendur yfir til 5. janúar 2020.

Wooden Christmas trees are on display at the Culture House on Hverfisgata from December 1st to January 5. The trees belong to the National Museum of Iceland and were popular in Icelandic homes at the beginning of the 20th century.
Our Museum Shop offers a wide range of Christmas gifts and decorations. On December 1st we offer 20% discount of everything in the Shop.