Viðburðir framundan
  • Lydveldid-island

Barnasmiðja: Gerðu þitt eigið barmmerki

  • 6.10.2024, 14:00 - 16:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þema smiðjunnar er 80 ára afmæli Íslenska lýðveldisins. Unnið verður með táknmyndir lands og þjóðar. 

Fyrsti sunnudagur hvers mánaðar frá hausti til vors er fjölskyldu- og barna dagur. Safnkennari tekur á móti börnum og leiðir þau um ævintýri Þjóðminjasafnsins og endað er á smiðju!

Fyrsta sunnudaginn í október tekur safnkennari á móti börnum á sýningunni Þjóð í mynd - myndefni frá stofnun lýðveldis 1944 og skoðar með þeim alls konar minjagripi sem búnir voru til þegar Íslendingar vildu ekki lengur hafa kóng yfir Íslandi heldur frekar velja forseta í kosningum. Á minjagripunum eru myndir af einhverju sem er látið tákna þjóðina eða landið. Hvað mundir þú vilja hafa á þínum eigin minjagrip um Ísland í dag? Hvað finnst þér tákna landið eða fólkið í landinu? Á staðnum er barmmerkjavél svo þú getir búið til þína eigin barmnælu með teikningu eftir þig.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

FRÍTT FYRIR BÖRN

Miði fyrir fullorðna kostar 2.500 kr. og GILDIR Í ÁR FRÁ KAUPUM.