Viðburðir framundan

Barnaleiðsögn: Bændasamfélag og baðstofulíf

  • 2.2.2020, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Í leiðsögninni fræðumst við um daglegt líf á sveitaheimilum á Íslandi fram á 20. öld. Við skoðum baðstofuna og spjöllum um daglegt líf í torfbænum; húsverk, handavinnu og frístundir, svo sem leiki barna og kvöldvökur. 

Barnaleiðsögn er tilvalin fyrir forvitna krakka og fjölskyldur þeirra. Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts. Frítt fyrir börn 17 ára og yngri.