Viðburðir framundan
Barnadagskrá fyrsta sunnudag hvers mánaðar
Skemmtilegar og fjölbreyttar leiðsagnir fyrir börn sem endar í smiðju þar sem börnin fá að virkja sköpunargleðina.
Yfir vetrartímann, eða frá september fram í maí, verður barnaleiðsögn fyrsta sunnudag hvers mánaðar.
Efni leiðsagna er auglýst þegar nær dregur mánaðarmótum hverju sinni.
Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins gengur safnkennari með gesti um sýningar og segir frá áhugaverðum og skemmtilegum gripum. Veturinn 2022 - 2023 fær gömul hurð með fallegum myndum, Valþjófsstaðahurðin, sviðsljósið í þessum leiðsögnum. Eftir kynninguna gefst kostur á að vinna út frá efninu í skapandi smiðjum.
Stundum er brugðið út af vananum og sérsýningar safnsins skoðaðar eða ákveðin þemu dregin fram.