Viðburðir framundan

Döff barnaleiðsögn: Draugar og huldufólk, hjátrú og galdrar

  • 26.9.2020, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tilefni af alþjóðlegri baráttuviku döff 21. – 27. september 2020 býður Þjóðminjasafn Íslands upp á döff barnaleiðsögn laugardaginn 26. september kl. 14. Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands er fyrir forvitna krakka og fjölskyldur þeirra.

Í þessari leiðsögn verða skoðaðir gripir sem tengjast draugum, huldufólki, hjátrú og göldrum og varðveittir eru í Þjóðminjasafni Íslands. Orðin huldufólk og álfar merkja nú í flestra hugum eitt og hið sama. Álfar eru oft nefndir í Eddukvæðum og þjóðsögum okkar. Skyldu vera til gripir á Þjóðminjasafninu frá álfum?

Í Þjóðminjasafninu eru gripir sem tengjast göldrum og sjá má blöndu heiðinna og kristinna tákna, oft á einum og sama gripnum.

Fólk hafði miklar mætur á kirkjuklukkum, en þær höfðu mátt til að fæla burt tröll og drauga og verja fyrir áleitni huldufólks. Kirkjuklukkur gegna lykilhlutverki í fjölmörgum þjóðsögum, til dæmis í sögunni um Djáknann á Myrká.

Leiðsögnin er ókeypis, verið öll sem talið táknmál hjartanlega velkomin. 

Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnareglur sem eru í gildi.