Viðburðir framundan

Frestað: Fjölskyldusmiðja - Fuglar og aðrar náttúruminjar

  • 18.10.2020, 14:00 - 16:00, Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 18. október kl. 14–16 munu Kristín Harðardóttir og Þóra Björg Andrésdóttir, sérfræðingar frá Náttúruminjasafni Íslands, bjóða upp á fræðslu og föndur í tengslum við náttúru Íslands á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu. Stutt leiðsögn verður um náttúruminjar sýningarinnar kl. 14 og 15 og í listasmiðju gefst börnunum tækifæri að vinna eigin fugl eftir fyrirmynd og vinna með hann á pappír.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnareglur sem eru í gildi.