Viðburðir framundan

Grýla, Leppalúði og Ragnheiður Gröndal

  • 6.12.2020, 14:00 - 15:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 6. desember klukkan 14 skemmta Grýla og Leppalúði gestum Þjóðminjasafnsins. Með þeim verður söngkonan Ragnheiður Gröndal. Viðburðinum verður streymt á YouTube rás safnsins.

Grýla og Leppalúði eru vön að koma við á Þjóðminjasafninu stuttu áður en jólasveinarnir, synir þeirra, koma af fjöllum hver á fætur öðrum og líta við í safninu að hitta börn. Að þessu sinni mæta tröllahjónin sunnudaginn 6. desember. Söngkonan Ragnheiður Gröndal skemmtir krökkunum með söng áður en Grýla og Leppalúði mæta á svæðið.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Frítt fyrir börn undir 18 ára aldri.