Viðburðir framundan

Handverkshersar Rimmugýgjar sýna listir sínar

  • 1.10.2023, 13:00 - 16:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Rimmugýgur miðlar menningu landnámsaldar á lifandi og skemmtilegan hátt í Þjóðminjasafninu í haust. Sjón er sögu ríkari!

Næsti viðburður verður 1. október en þá sýnir Rimmugýgur kríl og fléttur. 

Við hvetjum allt áhugafólk um handverk og sögu til að koma í heimsókn, fylgjast með og læra af þessu kunnáttufólki sem miðlað menningu landnámsfólks af miklum móð. Rimmugýgur og hersing þeirra hlakkar til að sjá ykkur á sunnudag.

Víkingafélagið Rimmugýgur hefur verið starfandi frá árinu 1997.

Dagskráin í haust

Sunnudagur 3. september: Vattarsaumur

Við vattarsaum er notuð gróf oddlaus nál, helst úr beini, og ull sem hægt er að þæfa. Hægt er að gera litla hluti eins og húfur og vettlinga með vattarsaumi.

Sunnudagur 1. október: Kríl og fléttur

Sunnudagur 5. nóvember: Spjaldvefnaður

Hér má sjá nokkrar myndir af handverkshersum við Þjóðminjasafnið á Menningarnótt.


Rimmugygur-handverk-2Rimmugygur-handverk-7aRimmugygur-handverk-8aRimmugygur-handverk-11Rimmugygur-handverk16Rimmugygur-handverk-6a