Viðburðir framundan

Hatursorðræða í ljósi hinsegin réttindarbaráttu

  • 13.8.2019, 16:30 - 17:30, Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um mörk hatursorðræðu og tjáningarfrelsis, ekki síst í ljósi frumvarps um breytingar á ákvæði um hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. Hér verður rætt um hatursorðræðu út frá hinsegin vinkli.   

Frítt er á viðburðinn. Verið öll velkomin.

Fræðsluviðburðir á Hinsegin dögum 2019 eru haldnir í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Á Þjóðminjasafninu má finna Regnbogaþráðinn sem er hinsegin vegvísir í um sýninguna Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Í vegvísinum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi með það að markmiði að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst að spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýninnar hugsunar.

Þjóðminjasafn Íslands býður gestum á viðburðum Hinsegin daga á safninu aðgangsmiða á safnið með 25% afslætti eða á 1.500 kr. í stað 2.000 kr.