Lifandi hefðir í nýju ljósi: Dagur óáþreifanlegs menningararfs á Þjóðminjasafni Íslands
Þann 17. október verður málþing á Þjóðminjasafni Íslands í tilefni að alþjóðlegum degi óáþreifanlegs menningararfs. Flutt verða fjölbreytt erindi er snúa að hefðum, handverki og siðum.
Dagskrá:
13:00: Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður setur málþingið.
13:05: Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra Lifandi hefða og þjóðfræðingur hjá
Þjóðminjasafni Íslands: Lifandi hefðir og sundlaugamenning á Íslandi til
UNESCO: Fyrsta sjálfstæða tilnefning Íslands á yfirlitsskrá UNESCO um
óáþreifanlegan menningararf og yfirlitsskráin Lifandi hefðir.
13:30: Einar Jóhann Lárusson, tréskipasmiður: Tréskipasmíði, deyjandi
starfsgrein
14:00: Jón Jónsson, þjóðfræðingur hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum: Unnið með
óáþreifanlegan menningararf
14:30: Kristín Vala Breiðfjörð, formaður /framkvæmdarstjóri
Heimilisiðnaðarfélags Íslands: Heimilisiðnaðarfélag Íslands: óáþreifanlegur
menningararfur í 110 ár
15:00: Helga Vollertsen, sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands:
Menningardeiglan. Frásagnir pólskra Íslendinga.
15:30: Kaffi og kleinur og spjall
16:00: Fundarlok
Frítt verður inn á viðburðinn.