Viðburðir framundan

Leiðsögn: Hjátrú og galdrar

 • 10.6.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 17.6.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 24.6.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 1.7.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 8.7.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 15.7.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 22.7.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 29.7.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 5.8.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 12.8.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
 • 19.8.2021, 14:00 - 14:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Álfa- og draugatrú hefur alla tíð verið sterk á Íslandi. Í þessari leiðsögn eru skoðaðir gripir sem tengjast hjátrú og göldrum, meðal annars verndargripir frá landnámsöld og ýmsir gripir sem eiga sér sögu tengda álfum og öðru huldufólki.  Leiðsögnin er í boði alla fimmtudaga í sumar kl. 14.

Safnkostur Þjóðminjasafnsins er gestum til fróðleiks, skemmtunar og örvunar. Heimsókn í safnið er því skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Við bjóðum gestum margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og íslenska sögu. Hægt er að ganga um safnið án fylgdar, taka þátt í fjölskylduviðburðum eða fá leiðsögn hjá sérfróðu starfsfólki.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði safnsins. Verið velkomin samferða í sumar.

Hér má hlusta á umfjöllun í morgunútvarpi rásar 2 um leiðsögnina