Viðburðir framundan

Leiðsögn: Kirkjur Íslands

  • 15.9.2019, 14:00 - 14:45, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þann 15. september kl. 14 leiðir Lilja Árnadóttir sviðsstjóri munasafns í Þjóðminjasafni Íslands gesti um sýninguna Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur, sem efnt var til í tilefni þess að útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands í 31 bindi lauk á seinasta ári. 

Á sýningunni sem stendur til 27. október er sýndur fjöldi gripa sem fengnir voru að láni úr 42 kirkjum vítt um landið. Gripunum er skipað niður í einingar og leitast er við að setja þá í listfræðilegt samhengi. Þeir elstu eru frá miðöldum og yngstu frá 20.öldinni. Fjölbreytni gripanna varpar ljósi á smekk og fagurfræði hvers tíma. Listrænt og menningarsögulegt gildi íslenskrar kirkjulistar má glöggt sjá í gripaköflum bókaflokksins og sýningin Skrúði og áhöld - Straumar og stefnur varpar ljósi á fjölbreytaleika gripa í íslenskum kirkjum.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Verið öll velkomin.