Viðburðir framundan

Leiðsögn: Mannamyndasafnið

  • 17.10.2021, 14:00 - 14:45, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sunnudaginn 17. október kl. 14 leiðir Ágústa Kristófersdóttir, safnafræðingur og framkvæmdastjóri Safneignar, gesti um sýninguna Mannamyndasafnið í Ljósmyndasal safnsins. 

Á sýningunni Mannamyndasafnið er safnkostinum gerð skil í gegnum mismunandi flokka sem ná ýmist yfir myndefni eða gerð mynda. Þar má til dæmis skoða elstu mannamyndina sem þekkt er á Íslandi, ljósmyndir af þátttakendum í fyrstu íslensku fegurðarsamkeppninni og myndir af ýmsum hópum, gömlum og nýjum.

Í Ljósmyndasafni Íslands er safnheild sem ber heitið Mannamyndasafn. Í henni er að finna ólíkar gerðir mynda, þar á meðal málverk, ljósmyndir, útsaumsverk og höggmyndir. Breiddin er mikil, frá því að vera skyndimyndir yfir í að vera ómetanleg listaverk. Þær eiga það þó sameiginlegt að sýna fólk.

Mannamyndasafnið var stofnað árið 1908 og var tilgangur þess að safna myndum af öllum Íslendingum. Í því eru yfir 60.000 myndir sem ná yfir 400 ár. Þær hafa að mestu leyti verið gjafir frá einstaklingum og er enn í dag tekið við myndum í Mannamyndasafnið.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Verið öll velkomin.