Viðburðir framundan
Fjölskyldusmiðja: Galdrar og galdratákn
Sunnudaginn 16. febrúar kl. 14–16 munu Guðrún Laufey Guðmundsdóttir og Halldóra Kristinsdóttir, sérfræðingar frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni bjóða upp á fræðslu um galdra og galdrahandrit. Stutt leiðsögn verður um galdrahandrit sýningarinnar kl. 14 og 15 og í listasmiðju gefst börnunum tækifæri að læra góð galdratákn og vinna með þau á pappír.
Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts. Frítt fyrir börn 17 ára og yngri.
Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.