Viðburðir framundan

Frestað: Teiknað fyrir þjóðina - Myndheimur Halldórs Péturssonar

  • 18.10.2020, 14:00 - 14:45, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon, listamaður og prófessor við Listaháskóla Íslands fer með gesti um sýninguna Teiknað fyrir þjóðina – Myndheimur Halldórs Péturssonar sunnudaginn 18. október kl. 14.

Sýningin er yfirlitssýning á verkum teiknarans Halldórs Péturssonar (1916 – 1977) og þar eru sýndar teikningar, skissur og fullunnin verk hans frá barnæsku til æviloka. Í marga áratugi var handbragð Halldórs alltumlykjandi í íslensku samfélagi og hann telst einn ástsælasti teiknari þjóðarinnar. Goddur ætlar að stinga sér inn í þá veröld og draga fram áhugaverða þætti í verkum Halldórs.  

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnareglur sem eru í gildi.