Viðburðir framundan

Listasmiðja - Kynjaskepnur og furðuverur

  • 24.8.2019, 14:00 - 16:00, Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu leynast ýmsar kynjaverur og þjóðsagnapersónur sem hafa verið innblástur listafólks í gegnum aldirnar. Í listasmiðjunni skoðum við þessar verur og gerum tilraunir með okkar eigin kynjaskepnusköpun.

Smiðjustjóri er Unnur Mjöll Leifsdóttir, myndlistarkona. Smiðjan verður opin milli klukkan 14:00 og 16:00. Efni og innblástur á staðnum. Verið öll velkomin.