Viðburðir framundan
Málþing: Lifandi samspil þjóðfræði og nærsamfélags
Fimmtudaginn 19. september munu Joanna Kościańska og Justyna Orlikowska frá Félagi pólskra þjóðfræðirannsókna kynna starfsemi og verkefni félagsins í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
Sérstök áhersla verður á þverfaglega nýtingu þjóðfræðirannsókna og hvernig virkja má nærsamfélagið í slíkum rannsóknum.
Að erindinu loknu gefst þátttakendum tækifæri til að deila sínum hugmyndum um samspil þjóðfræðirannsókna og nærsamfélags og segja frá verkefnum sem snúa að því.
Viðburðurinn er öllum opinn, en safnafólk, þjóðfræðingar og önnur sem vinna með þjóðfræði í nærsamfélaginu eru sérstaklega hvött til þátttöku og vonandi kvikna líflega umræður í kjölfarið.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Málþingið fer fram á ensku.