Viðburðir framundan

Fjölskyldustund: Morgunstund gefur gull í mund

  • 24.6.2020, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 1.7.2020, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 8.7.2020, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 15.7.2020, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 22.7.2020, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 29.7.2020, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 5.8.2020, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 12.8.2020, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Safnkennarar leiða rólega og ítarlega skoðun á ólíkum tímahólfum í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Hvað leynist á sýningunni sem fá börn vita af? Skyldi verða sögð saga? Má máta búninga? Komið í heimsókn og látið koma ykkur skemmtilega á óvart. Morgunstund er í boði alla miðvikudaga í sumar kl. 11.

Börn og fjölskyldur eru sérstaklega boðin velkomin á safnið í sumar með fjölbreyttri dagskrá undir handleiðslu safnkennara. 

24. júní: Skoðað verður tímabilið 800-1000.
1. júlí: Komdu og skoðaðu í kistuna mína. Í gamla daga þá átti hver og einn sinn kistil. Í Manntalshólfinu er að finna nokkra kistla ásamt öðrum persónulegum munum.
8. júlí: Skoðað verður tímabilið 1000-1200. Við ætlum að kynna okkur skúffurnar sem eru faldar á grunnsýningunni og kirkjulistaverkin sem er að finna í stóru sýningarhólfi sem við köllum miðaldakirkjuna.
15. júlí: Þema dagsins er riddarar. Þeir leynast víða í sýningargripunum og ýmsar sögur eru til af þeim.
22. júlí: Tímabilið 1600-1800 skoðað vel. Galdrar, trú og vísindi.
29. júlí: Ferðalög; fótgangandi, á hesti, bát eða bíl. Veltum fyrir okkur þrautinni Hvernig flutt var yfir á; úlfur, lamb og heypokinn?
5. ágúst: Skreytt reiðtygi og annað skraut með aðferð sem kallast drifsmíði. Svo má prófa að búa til sína eigin drifnu mynd á látúnsþynnu.
12. ágúst: Álfasögur og tröllasögur tengdar handmenntum. Svo má prófa að sauma svolítið með aðferð sem heitir vattarsaumur.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri.
Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.