Viðburðir framundan

Örleiðsögn um útskurð og tálgun

  • 24.8.2019, 14:30 - 16:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tengslum við tálgunámskeið fyrir börn á menningarnótt býður Þjóðminjasafnið börnum og fjölskyldum örleiðsögn um tálgaða og útskorna gripi á sýningum safnsins. 

Örleiðsagnirnar eru á tímabilinu 14:30 til 16:30 og eru endurteknar um það bil þrisvar á klukkutíma, eða á 15 – 20 mín. fresti yfir þessar tvær klukkustundir. Verið öll velkomin að kíkja við og fylgja næstu leiðsögn.