Pólland: Vetur. Heillandi náttúra og menning fjallahéraðanna í Suður-Póllandi.
Laugardaginn 18. janúar er komið að þriðja erindinu í fyrirlestraröðinni Pólland: Vetur, sumar, vor og haust. Erindið er helgað vetrinum og heillandi menningu og náttúru fjallhéraðanna í Suður-Póllandi.
Í vetur kynnir Mariola Alicja Fiema, kennari í pólsku og pólskum fræðum við Háskóla Íslands, Pólland fyrir fólki sem er á höttunum eftir nýjum og áhugaverðum áfangastöðum.
Mariola mun í erindi sínu fjalla um jólahald á pólskum heimilum og hvernig Pólverjar fagna áramótum en aðallega beina sjónum sínum að fjallahéruðunum í Suður-Póllandi. Þar er að finna fjölbreytta vetrarafþreyingu í töfrandi landslagi og eru þau áfangastaður fjölmargra ferðamanna. Mariola mun kynna þjóðhætti héraðanna, siði og menningu, söguleg kennileiti, s.s. námur og kastala. Svæðið er einnig þekkt fyrir matarmenningu sína. Ferðalöngum í Suður-Póllandi bíður ógleymanleg upplifun.
Fyrirlestrarnir eru fjórir alls, og er hver tileinkaður einni árstíð:
Pólland: Sumar, 21. september 2024, kl. 10:30
Pólland: Haust, 23. nóvember 2024, kl. 10:30
Pólland: Vetur, 18. janúar 2025, kl. 10:30
Pólland: Vor, 15. mars 2025, kl. 10:30
Mariola Alicja Fiema. Mynd: Kristinn Ingvarsson
Tilvalið tækifæri til að kynnast pólskri menningu. Frítt er inn á viðburðinn.
Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnsins.