Viðburðir framundan

Barnadagskrá: Sigrún í safninu

  • 8.12.2024, 14:00 - 14:40, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Barnabókahöfundurinn vinsæli Sigrún Eldjárn kemur í Þjóðminjasafnið að hitta forvitna krakka á sunnudaginn 8. desember kl. 14.

Sigrun-Eldjarn

Þegar Sigrún var lítil stelpa átti hún heima í Þjóðminjasafninu ásamt foreldrum sínum og systkinum! Þetta sérstæða æskuheimili hafði mikil áhrif á hana og nú hefur hún skrifað bók um hvernig það var að alast upp innan um merkilegustu dýrgripi þjóðarinnar eins og Valþjófsstaðahurðina og Þórslíkneskið. 

Sigrun-a-safninu_1733150463583

Sigrún ætlar að segja frá kynnum sínum af þessum sýningarmunum og mörgum fleiri sem eru enn þann dag í dag til sýnis á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. 

Hún hlakkar til að rifja upp æskuminningar, leiki og uppákomur sem tengjast safngripunum og því að búa í íbúð í safninu en faðir Sigrúnar, Kristján Eldjárn, var þjóðminjavörður á þessum tíma.

Bók Sigrúnar, Sigrún á safninu, verður á tilboði í Safnbúð þennan dag. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka.

Einnig verður lítil smiðja í barnahorni á 1. hæð með munum sem koma fyrir í bókinni.

Þegar Sigrún var að alast upp á safninu eignaðist hún vinkonu í sýningarsalnum en það var beinagrind konu sem lifði á Víkingaöld! Beinagrindina má skoða í Þjóðminjasafninu og í Safnbúð fæst nú skemmtilegt tvöfalt 40 bita púsl sem gaman er að glíma við.

Pusl-safnbud


Börn frá frítt á Þjóðminjasafn Íslands. Miði fyrir fullorðna kostar 2.500 kr. og gildir í ár frá kaupum.

Verið öll velkomin. 

Mynd: Kápa nýjustu bókar Sigrúnar Sigrún í safninu.