Viðburðir framundan

Sigurður málari: Hátíðardagskrá í tilefni 150 ára ártíðar

  • 7.9.2024, 10:00 - 16:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tilefni 150 ára ártíðar Sigurðar málara Guðmundssonar (1833-1874) verður hátíðardagskrá í Þjóðminjasafni Íslands í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið, laugardaginn 7. september.

Dagskrá

Allan daginn | Ljósmyndasýning í Myndasal
Myndasýning á skjá. Sýndar verða ljósmyndir af konum í þjóðbúningi, en Þjóðbúningadagurinn er 7. september, á dánardægri Sigurðar. Sigurður hannaði sem kunnugt er skautbúninginn.


Kl. 10:00 – 12:30 | Heimilisiðnaðarfélagið: Námskeið í listsaum

Saumuð verða munstur sem Sigurður hannaði fyrir skautbúning og kyrtilbúning. Katrín Jóhannesdóttir mun kenna mismunandi útsaumsspor og nemendur geta valið milli tveggja munstra, býsanska munstursins og sóleyjarmunstursins:

Heimilisidnadarfelagdi-mynstur

Námskeiðið fer fram í Fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Aðeins 12 sæti.
Smellið hér til að skrá ykkur á námskeiðið

Kl. 10:00 - 12:00 | Konur skauta
Heiðurskonur skauta i Myndasal á 1. hæð, þ.e. búa sig í skautbúning og setja upp falda. Sigurður hannaði skautbúninginn sem kunnugt er.

Kl. 12:00 – 13:00 | Hádegishlé
Hægt verður að kaupa veitingar á kaffihúsi safnsins.

Kl. 13:00 | Málþing 
Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, sérfræðingur á Munasafni, býður gesti velkomna.

Kl. 13:00 – 14:15 | Dr. Karl Aspelund flytur erindið Birtist nú Sigurður

Karl-Aspelund

Sigurður málari er einstakur í íslenskri menningarsögu: Listhneigður strákur sem varð iðnnemi, lista-akademíker, hönnuður, menningarsköpuður, skarphygginn samfélagsgagnrýnandi og byltingarkenndur baráttumaður fyrir þjóðlegu og menningarlegu sjálfstæði. Í erindi sínu mun Karl tala um listir, skriftir, athafnir og persónulega þróun Sigurðar á hverju æviskeiði og gestir kynnast þannig manninum að baki sköpuninni.

Karl ritstýrði bókinni Málarinn og menningarsköpunin, Sigurður Guðmundsson og kvöldfélagið 1858-1874 ásamt Terry Gunnel. Verkið kom út hjá Þjóðminjasafninu árið 2017. Fyrirlestrarsalur.




Kl. 14:30 – 15:30 | Terry Gunnel, sérfræðileiðsögn

Terry fer með gestum um grunnsýningu safnsins og beinir sjónum að Sigurði málara, áhrifum hans á menningarlífið og hlutverki hans í stofnun Forngripasafns Íslands sem síðar varð Þjóðminjasafn Íslands.

Kl. 15:30 – 16:30 | Þjóðdansafélag Reykjavíkur
Atli Freyr Hjaltasaon heldur stutta tölu um balldansa og ballmenningu 1860-1870 en um það leyti hannaði Sigurður kyrtilbúninginn sem dansbúning. Deginum lýkur á samdansi í anddyri safnsins. Gestir eru hvattir til að taka þátt.

Gestir og gangandi geta myndað sig og sína með leiktjöld Sigurðar í bakgrunni.  

Við hvetjum alla sem tök hafa á að mæta uppáklæddir í þjóðbúningi til að gera daginn enn hátíðlegri.

Gestir í þjóðbúningi frá frítt inn á safnið þennan dag.