Spurt og svarað með Sibyl Urbancic
Nýlega kom út bókin Tónar útlaganna - Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf eftir Árna Heimi Ingólfsson. Í bókinni er fjallað um þrjá erlenda tónlistarmenn – Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic – sem flúðu nasismann til Íslands á fjórða áratug síðustu aldar. Hér reyndust þeir sannkallaðir kraftaverkamenn í íslensku tónlistarlífi og með elju sinni og ákafa lögðu þeir grunninn að því gróskumikla tónlistarlífi sem við þekkjum í dag.
Sibyl Urbancic, dóttir Victors og Melittu eiginkonu hans, er búsett í Vínarborg en kemur til Íslands í tilefni af útkomu bókarinnar. Á þessum viðburði mun hún sitja fyrir svörum, meðal annars um ævi og störf foreldra sinna, hið stórmerka starf Victors í þágu tónlistar á Íslandi, og þann lærdóm sem draga má af fjölskyldusögu hennar í nútímanum. Einnig mun Árni Heimir Ingólfsson segja í stuttu máli frá rannsókn sinni á lífi og störfum tónlistarmannanna þriggja, og að lokum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Bókin Tónar útlaganna verður einnig til sölu á sérstöku tilboðsverði.
Ókeypis aðgangur – verið öll velkomin.
Tónar útlaganna - Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf