Viðburðir framundan

Stefnumót við ljósmyndara

Horft til norðurs og Í ljósmálinu

  • 29.8.2020, 14:00 - 15:00, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndararnir Jessica Auer og Ívar Brynjólfsson bjóða gestum uppá leiðsagnir um ljósmyndasýningar safnsins kl. 14.00 laugardaginn 29. ágúst. Jessica mun veita leiðsögn og ræða um ljósmyndasýningu sína Horft til norðurs og Ívar mun í kjölfarið fara með gesti um sýningu Gunnars Péturssonar, Í ljósmálinu

Í verkum sínum fæst Jessica við sjónræn áhrif fjöldaferðamennsku, nokkuð sem er ekki síst áhugavert í dag þegar sá iðnaður breyttist snögglega í kjölfar heimsfaraldurs. Leiðsögn Jessicu verður á ensku. Ívar mun svo ræða um ákveðna þætti í lífsstarfi áhugaljósmyndarans Gunnars Péturssonar. Báðum sýningum lýkur í mánaðarlok.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Vinsamlega virðið 2 metra regluna og sprittið hendur við komu.