Viðburðir framundan

Barnaleiðsögn: Mannamyndir með augum barna

  • 7.11.2021, 14:00 - 14:45, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sunnudaginn 7. nóvember kl. 14 verður barnaleiðsögn í Myndasal Þjóðminjasafnsins.

Andlit grípa athygli okkar, hvort sem við sjáum fólk, myndir, styttur eða mynstur sem minnir á andlit.

Á Mannamyndasýningunni í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru ótal andlit sem gaman er að skoða. Elstu myndirnar eru um 400 ára gamlar teikningar og málverk. Nýjasta myndin er af útskriftarhóp þar sem allir útskriftarnemarnir þurftu að vera með grímu út af COVID-19.

Á þessum viðburði tekur safnkennari á móti börnum og fjölskyldum. Þar verður boðið upp á stutta kynningu á mannamyndunum fyrir börn.
Að því loknu verður hægt að hjálpast að við að búa til eigin skuggamynd og teikna brjóstmyndir (styttur) á póstkort.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu.

Verið öll velkomin.